Vörutalning

Sæl öll 

Okkur var boðið vörutalning í Bónus Tjarnarvöllum sem fjáröflun. Talningin fer fram laugardaginn 30. ágúst á milli kl. 18:00-22:00 (getur tekið styttri tíma) og tímakaupið er 1.250. 

Bónus óskar eftir ca. 20. manns, stelpur og foreldrar þannig að það eru ekki allar stelpunar sem geta verið með. Fyrirkomulagið verður því þannig að þær sem skrá sig fyrstar komast að.  
Boðið verður upp á pizzu áður en talning hefst. 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt vinsamlegst sendið okkur póst sem fyrst og við látum ykkur vita hvort það sé orðið fullt eða ekki.  

elfadogg@gmail.com

Vikan framundan

Komið þið sæl. Það er æfing á venjulegum tíma í dag og á morgun (18:00). Á miðvikudaginn á A lið leik gegn Breiðabliki, B lið hvílir þann dag. Á fimmtudaginn á B lið leik gegn Þrótti, A lið hvílir þann dag en gaman væri ef við gætum skellt okkur saman á Ísland - Danmörk á Laugardalsvelli þá um kvöldið. Þetta er mikilvægur leikur fyrir íslenskar fótboltakonur. Frítt er fyrir 16 ára og yngri en ef foreldrar vilja skella sér getum við pantað miða. Þeir sem vilja miða vinsamlega kommentið hér f. neðan fyrir hádegi á morgun, þriðjudag. Hugsanlegt er að við munum svo spila gegn Fjölni eða ÍBV (frestaðir leikir) á sunnudaginn í A liða keppni en beðið er svara frá þjálfurum þessara liða. Meira um það þegar nær dregur.

Leikur gegn FH á morgun

B liðs leikur gegn FH verður kl. 16 á morgun (áður auglýstur 17) í Kaplakrika. Mæting 15:15 í Krikann. Þær sem spila eru: Þórdís Ingvars, Árdís, Rakel, Birgitta, Steinunn, Hólmfríður, Helga Rún, Sædís, Ásthildur, Anna Dís, Silja, Alda, Saga, Allý ásamt nokkrum skvísum úr 5.flokki.

Leikið gegn Fram a mrgn

A lið leikur gegn Fram a morgun kl 17. Maeting a Framvoll Safamýri kl 16:15. Thaer sem spila eru: Alex, A.Lif, Wiktoria, Elisa, K.H., Saeunn, Johanna, Saedis, Oddny, Asthildur, Holmfridur, Anna Dis, Hera, Birgitta, Steinunn, Rakel. Adrar fa frí en mega gjarnan skokka nokkra kílómetra. Svo er aefing a miðvikudag og leikur hjá b liði a fimmtudag.

Leikir framundan!

Komið þið sæl. Vil vekja athygli á leikjum sem við eigum eftir að spila í Íslandsmóti

þri. 12. ágú 17:00 4. flokkur kvenna A-lið Fram/ÍR/Leiknir-Haukar

fim. 14. ágú 17:00 4. flokkur kvenna B-lið FH 2-Haukar

mið. 20. ágú 17:00 4. flokkur kvenna A-lið Haukar-Breiðablik 2

fim. 21. ágú 16:00 4. flokkur kvenna B-lið Þróttur R.-Haukar

fim. 28. ágú 17:00 4. flokkur kvenna B-lið Haukar-Grótta/KR

Einnig á A lið eftir að leika gegn Fjölni (leikur sem var flautaður af vegna veðurs) og ÍBV (sem fékk að fresta leik v. utanlandsferðar) en ekki hafa verið fundnar dagsetningar fyrir þessa leiki. Þær verða kynntar um leið og þær liggja fyrir.

Annars eru æfingar núna á sama tíma og hafa verið, mánudaga-miðvikudaga kl. 18:00 og fimmtudaga kl. 17:45.

Kveðja,

þjálfarar.  


Æfing á thridjudag

Kl.18 :)

Æfing kl.17 á fimmtudag

Smá breyting frá júlíplaninu. Æfingin á mrgn fimmtudag, verdur 17 en ekki 17:45.

Leikur gegn Fylki á fimmtudag

Allar sem ekki byrjudu leikinn á Ísafirdi í gær eiga ad mæta kl.16:15 á Ásvelli á mrgn. Leikum kl.17:00.

Dagskrá júlímánaðar

Það er nóg að gera hjá okkur næstu daga. Á mánudag á b lið að leika gegn Breiðabliki í Fífunni kl.15:00. Mæting kl.14:15. Þær sem spila þennan leik eru: Árdís, Elísa, Rakel, Hera, Þórdís Ingvars, Anna Dís, Ásthildur, Helga Rún, Hólmfríður, Oddný, Saga (ef kemst), Silja Jenný, Aníta, Gurrý, Wiktoría (Markmaður), Ágústa Ýr og Dagbjört Freyja. 
Á þriðjudag fara nokkrir leikmenn á Ísafjörð en um það má lesa nánar í dagskránni sem er hér í viðhengi. 
Á fimmtudag á b lið svo aftur leik, að þessu sinni á Ásvöllum kl.16 gegn Fylki. Nánar um liðið þegar nær dregur.

Fjölnisleikurinn

Það er mögulegt að Fjölnisleikurinn, sem flautaður var af í gær vegna veðurs, verði leikinn í Egilshöll á morgun. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld. Myndi það henta e-m illa?

Kær kveðja,

þjálfarar.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband