5.2.2012 | 18:55
Tap gegn HK 2-3
Sælar stelpur,
Mig langaði aðeins að skrifa um leikinn ykkar áðan. En fyrir þá sem ekki vita þá tapaðist hann 2-3. Það samt í raun skiptir ekki höfuð máli í 4.flokki aðalatriðið er framfarir ykkar í fótbolta.
Það sem ég sá áðan fannst mér mjög gott fyrir utan kafla í seinni hálfleik þar sem þið fóruð að reyna að sparka endalaust langt fram í stað þess að spila boltanum ykkar í milli. Það er stundum gott að setja boltann innfyrir vörnina í svæði en það má alls ekki alltaf vera þannig.
Annars voru jákvæðu hlutirnir margfallt fleiri en þeir neikvæðu, þið spiluðu oft flottan fótbolta og unnuð alltaf meir og meir á í vörninni eftir því sem leið á leikinn. Færslurnar voru nokkuð góðar hjá liðinu í heild.
Þær sem spiluðu á miðjunni voru flottar, sérstaklega sóknarlega en varnarlega hefðum við mátt vera fljótari að skila okkur til baka í vörnina.
Framherjarnir okkar voru ógnandi allan tíman og með réttri kennslu og áhuga frá ykkur verðið þið virkilega flottar.
Sem sagt heilt yfir margt jákvætt og við höldum áfram vinnu okkar í vikunni. Næsta æfing er á þriðjudag kl.16:00.
Sjáumst hress og kát þá :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2012 | 13:40
Æfing kl.18:00 fyrir þær sem ekki spila!
Sælar stelpur!
Vildi bara láta vita að það er að sjálfsögðu æfing fyrir þær sem ekki eru að fara að spila. Hún verður kl.18:00 (ATH ekki kl.17). Og verðið þið með 3.flokki á æfingu.
Látið þetta ganga ykkar í milli stelpur!
kv. Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar stelpur,
Á sunnudaginn eigum við leik gegn HK í Fífunni. Hópurinn er eftirfarandi: Þórdís, Alexandra, Natalía, Dagrún, Lena, Kapinga, Andrea, Sunna, Viktoría, Ágústa, Eydís, Lena, Gunnhildur, Áslaug, Helga og Ragna.
Mæting er kl.15:45 í FÍFUNA í rauðum fótboltasokkum, rauðum haukastuttbuxum og með búningin ykkar. Munið að það er skylda að vera með legghlífar.
Annars hittumst við hress á æfingu í dag kl.15:30 !
kv. Dúfa og Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.2.2012 | 13:33
sælar stelpur /foreldrar
Ég er á þjálfaranámskeiði í Englandi og kem ekki heim fyrr en á þriðjudaginn 6.feb. Ef það er eitthvað í sambandi við æfingarnar , hvort sem það er að þið komist ekki, eruð seinar eða eitthvað annað sem ykkur vantar að vita. Þá verðið þið að hafa samband við Jónsa í sima 866-6812.
Muna það eru alltaf æfingar á sama tima og hvernig sem veðrið er, við erum þá bara inni :)
bkv Dúfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2012 | 12:33
Æfing í dag sunnudag
það er æfing í dag sunnudag kl 17-18 í Risanum.
kv Dúfa og Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.1.2012 | 20:17
ÞAÐ ER EKKI LEIKUR Á MORGUN LAUGARDAG
það er ekki leikur á morgun laugardag við IA vegna þess að völlurinn okkar er ekki leikfær.
kv Dúfa og Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2012 | 12:06
Æfing í dag föstudag
æfingin í dag föstudag er kl 1530 - 1630 koma bæði með inni og úti föt.
kv Dúfa og Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.1.2012 | 20:55
Nýtt blog :)
Ég vil minna á æfinguna á morgun miðvikudag kl 16-17. Muna eftir að koma með bæði inni og útiföt.
Ein ný regla :)
Koma vel klæddar með húfu og vettlinga alltaf þegar það er frost úti. Ef þið komið ekki vel klæddar verðið þið sendar heim til að klæða ykkur betur.
kv Dúfa og Jónsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.1.2012 | 13:28
Nýtt blogg!
Sælar stelpur og foreldar!
Hér er komið nýtt blogg í stað þess gamla! Dúfa þjálfari mun eflaust gera sitt besta til að hafa þetta blogg heimilislegt og skemmtilegt! :)
kv. Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)