Dagur 1

Það tók tíma að vekja stelpurnar þennan fyrsta morgun á Albír, sumar sváfu lengur en aðrar og sumar sváfu ekki neitt . Flugurnar voru erfiðar viðureignar fyrir þær yngri með þær eldri börðust harðri baráttu við hvíta eðlu sem vantaði kodda til að kúra á. Eitt herbergið svaf til 11 og ekki hægt að vekja þær á neinn hátt eftir ítrekaðar tilraunir farastjóra, þá tóku þjálfarnir völdin og brutust inn til að vekja knoll og tott .
Eftir þennan skemmtilega morgun var haldið í góða göngu um svæðið og endað á baði í sjónum þar sem berbrjósta erlendar konur vöktu skelfingu flestra nema einnar sem tók upp á því að baða sig í nærfötum einum við lítinn fögnuð þjálfara og farastjóra.
Stelpurnar eru ekki mikið hrifnar af matnum og hafa franskarnar vakið lukku og mikla kátínu. Nammið sem komið var með að heiman hefur bjargað mörgum svöngum gikkjum. Leikurinn hjá 3 flokki fór vel fram og stóðu þær sig með miklum sóma á meðan 4 flokkur tók æfingu. Í þessum 37 stiga hita er mjög erfitt að æfa, en stóðu þær sig með sóma. Aldrei getur veðurguðinn gert þessum elskum til geðs því sífellt er kvartað undan hita eða kulda.
Dagurinn endaði vel þar sem þær eru gjörsamlega búnar á því andlega og líkamlega og stefnan hjá þeim er snemma í háttinn þar sem erfiður dagur er framundan. Viljum við hrósa stelpunum ykkar fyrir að halda hópinn og þær eru sko að njóta þess að vera til hérna á Albír Spáni.
Kv
Dúfa og Stjáni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtið ykkur geðveikt vel á spáni! ÁFRAM HAUKAR!

Elma (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband