Næsta vika

Jæja stelpur - þá byrjar ballið

 Eins og flestar ykkar vita þá er Dúfa hætt hjá okkur og er flutt á Sauðárkrók. Við óskum henni alls hins besta.

En í hennar stað kemur Helga. Hún hefur verið að þjálfa yngstu stelpurnar hjá Haukum og var um ára bil þjálfari hjá Stjörnunni. Hún kemur á æfingu hjá okkur á mánudag.

Næsta æfing er á morgun ( föstudag ) kl 16:30 og svo á laugadaginn kl 11:00.  Í næstu viku eru æfingar á mánudag og miðvikudag kl 17:00 og svo á föstudag kl 16:30.

Fyrsti leikur okkar í faxanum er  laugardaginn 17. nóv. á móti Breiðablik 2. Við ætlum að reyna að fá æfingaleik áður en við spilum á móti Blikum.

Við ætlum að halda foreldrafund  miðvikudaginn 14. nóv kl 20:00 á Ásvöllum.

Stelpur.... látið mömmu og pabba vita og hvetjið þau til að mæta.

ATH Stelpur! hvetjið allar stelpur til að mæta á æfingar. því fleiri á æfingu því betra.

Verið duglegar að fylgjast með blogginu.

Kv.  Helga og Jói


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kemst ekki á æfingu á föstudaginn og laugardaginn er að fara að keppa í handbolta

Elísa Eir (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 21:48

2 identicon

Kemst ekki a æfingu a morgun, ekki heldur a laugardaginn :/ og eg held eg kemst ekki a mánudaginn :/ :(

Elma (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 00:44

3 identicon

Kemst ekki a æfingar laugardag og sunnudag

Alexandra j (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 11:48

4 identicon

Ég kemst ekki á æfingu í dag

Arndís (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 13:33

5 identicon

Vá sorrý að ég mætti á svona fáar æfingar í seinustu viku,það var bara svo fáránlega mikið að gera hjá mér haha.

Enn heyrðu ég verð dugleg að mæta í næstu viku og vikurnar þar á eftir :)

Helga Rún (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 17:37

6 identicon

Silja Björk er fingurbrotin og má ekki mæta á æfingar fyrr en í fyrsta lagi 19.nóv.

Kristín Björk (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 19:18

7 identicon

Er æfing í dag???

Helga Rún (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 12:25

8 identicon

Þórdís Elva var lasin í dag og kom því ekki á æfingu.

Særún (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband