21.7.2013 | 18:51
Dagskrá næstu daga og æfingaprógramm fyrir þær sem eru í fríi (neðst)
Mánudagur 22.júlí: Æfing klukkan 16:30
Þriðjudagur 23.júlí: Æfing klukkan 18:00 (þær sem eru að fara á Reycup koma með þátttökugjaldið, 6000 krónur).
Miðvikudagur 24.júlí: Setningarhátíð Reycup í Laugardalnum. Hittumst við Laugardalsvöll klukkan 20:30. Dagskrá mótsins er á www.reycup.is
Fimmtudagur 25.júlí: Skv. drögum (gæti breyst) eigum við fyrsta leik í Reycup gegn Sindra kl. 11:00 á Valbjarnavelli 1 og svo leik við Breiðablik kl. 16 á TBR vellinum. Sundlaugarpartý í Laugardalslaug frá 20:00-22:00.
Föstudagur 26.júlí: Leikur við Val kl. 12:00 (skv. drögum) á TBR vellinum. Frjálst kvöld, tilboð í bíó, lazertag ofl. (læt ykkur um það, þurfið samt að fara snemma að sofa, eigum leik ELDsnemma á laugardegi).
Laugardagur 27.júlí: Leikur við Aftureldingu kl. 8:00 (ÚFF ;) (skv.drögum) á TBR vellinum og aftur leikur seinni partinn (fer eftir úrslitum í riðlum hvenær við leikum og við hvern). 19:00-20:30, grillveisla í Fjölskyldugarðinum. 20:30-23:00, dansleikur á Hilton Nordica.
Sunnudagur 28.júlí: Leikur um sæti kl. 11, 12 eða 13 (skv.drögum).
Hvet ykkur til að halda hópinn á mótinu, taka þátt í sundlaugarpartíi, dansleiknum o.s.frv. og gæta þess að allir séu velkomnir í ykkar hóp.
Frá 29.júlí - 5.ágúst tökum við okkur frí. Næsta æfing eftir fríið er þriðjudaginn 6.ágúst kl. 18:00. Það er mikilvægt að við byrjum að æfa vel strax eftir fríið því við eigum leiki í Íslandsmóti 12. og 13. ágúst.
Í fríinu vil ég að allir hugsi um að hreyfa sig (muna eftir bolta í ferðalagið). Eftirfarandi er lágmarkshreyfing pr. viku (skiptir ekki máli hvaða daga vikunnar þið takið þessar æfingar, þær sem eru í fríi þessa viku líka taka þetta prógramm tvisvar): Dagur 1: Rólegt skokk í 45 mínútur + 10x80-100 m. sprettur. Dagur 2: Rösk ganga, fjallganga, golf, tennis eða önnur hreyfing (að eigin vali) - takið gömlu með ykkur ;) Dagur 3: Bolti. Tækniæfingar, halda á lofti, skalla á milli, sparka í vegg, skjóta á mark - m.ö.o. leika sér með bolta. Dagur 4: Hlaup á góðu tempói í 45-50 mínútur. Ég treysti því að þið séuð allar nógu samviskusamar til að fylgja þessu eftir, munið að þið eruð hluti af liði og það skiptir máli fyrir liðið að allir séu í sem bestu formi.
Sjáumst á morgun,
Helga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.