Vesturbæjarís í staðinn fyrir setningarathöfn Reycup

Hæ stelpur. 

Mér skilst að það sé meiri stemning fyrir því að hittast á Vesturbæjarís á morgun, miðvikudag, heldur en að fara á setningarathöfn Reycup. Að sjálfsögðu mega þær sem vilja samt mæta í setninguna en hinar ætla sem sagt að hittast á Vesturbæjarís kl. 20 :)

Fyrsti leikur er sem fyrr segir gegn Sindra á Valbjarnarvelli (völlur B - sjá kort á heimasíðu Reycup) á fimmtudaginn kl. 11:00. Við ætlum að vera mættar korter yfir 10 og hittumst bara úti á velli (miðum við þetta allt mótið, að mæta á réttan völl 45 mín. fyrir leik). Þið VERÐIÐ að kynna ykkur kort af völlunum sem þið getið nálgast hér: http://reycup.is/img/kort.jpg

Leikjaniðurröðun má finna hér (sjá einnig færsluna hér á undan en verið vakandi fyrir breytingum): http://reycup.is/D10/_Files/leikjadagskra.%2023.07_kl.18.pdf

Þær sem eiga eftir að borga mega koma með peninginn í fyrsta leik á fimmtudaginn.

Kveðja,

H og J     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst fáranlegt að hafa ekki farið á setningarathöfnina og ég veit að mín stelpa var mjög ósátt við þessa ákvörðun. Flestar fara nokkuð oft á Vesturbæjarís svo það er ekkert nýtt fyrir þeim, það er ekki mikil stemming að mæta einn í Laugardalinn fyrir hönd liðsins. Vildum bara koma okkar óánægju á framfæri.

kv Særún.

Særún. (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 15:14

2 identicon

Takk fyrir ábendinguna Særún, tökum þetta til athugunar fyrir næsta viðburð :)

Helga (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband