14.8.2013 | 11:31
Akureyri - skráning
Á dagskrá er leikur hjá A liði gegn KA á Akureyri þann 25. ágúst. Hugmyndin er að allar sem hafa áhuga fari með og leggja þá af stað á laugardagsmorgni og gista á Akureyri eina nótt. Við höfum fengið tilboð í rútuferð og hljóðar besta tilboðið upp á 190 þúsund krónur. Það fer eftir því hve margar ætla með hve mikið hver og ein borgar (ef 20 fara er verðið 9.500 á haus). Við þurfum að taka ákvörðun um þetta sem fyrst svo nú þarf ég að fá að vita hverjar myndu koma með í rútu á föstudeginum (það er auðvitað ætlast til þess að þær stelpur sem hafa verið að spila með A liði komi í leikinn, ef einhver kýs að koma sér sjálf á sunnudeginum þá þarf ég að vita það strax). Stefnum að því að fá æfingaleik fyrir þær sem ekki spila leikinn með A liðinu.
Skráið ykkur hér sem allra fyrst (helst í gær).
Kveðja,
Helga og Jói
Athugasemdir
Èg kem ekki
Àrdís (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 16:07
Ég kem með
Katrín Hanna (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 22:01
Ég kem með :)
Áslaug Marta (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 10:05
Ég kem
Sunna (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 11:36
Ég kem 😊
Dagrún Birta (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 12:12
Hæ hæ
Alexandra J. kemur með.
Við erum að tala um dæmi upp á svona 18-20 þ. eða hvað ?
Nesti í rútu (nema að þið ætlið að stoppa á leiðinni, fá tilboð í mat. Er í kringum 1500-2000). Kvöldmatur laugardagskvöld. Millimál (sísvangar). Morgunmatur sunnudag. Hádegismatur sunnudagur. Matur á leið heim.
Gisting í skóla ? með aðgang að eldhúsi ?
Kv. KÞ
Alexandra J. (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 12:21
Svo er önnur hugmynd að leigja stóran bíl og vera svo kannski á einum fólksbíl, Lizy var búin að reikna út að það væri slatta ódýrara. Nesti á leiðinni (hver og ein) og hver og ein með millimál. Þyrftum að kaupa eitthvað í matinn á laugardagskvöldinu. Nesti í morgunmat á sunnudeginum (gæti alveg verið sameiginlegt, bara ristað brauð og annað sem er gott að borða fyrir leik), grillaðar samlokur áður en lagt er í hann og svo stoppað á leiðinni heim og eitthvað keypt. Jónsi ætlar að redda gistingu en það ætti ekki að þurfa að kosta. Sé þetta fyrir mér einhvern veginn þannig og þá ætti kostnaður ekki að vera mikið meiri en ef við færum á sunnudeginum fram og til baka.
Helga (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 14:10
Rakel kemur með
Rakel Ósk (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 14:11
Þórdís Elva kemur með.
En á ekki að gera eitthvað með stelpunum á laugardeginum? það hlítur að kosta eitthvað ekkert er ókeypis í dag:) eða átti þetta ekki að vera einhverskonar skemmtiferð + keppnisleikir. Bara svona forvitnast?
kv Særún
Særún. (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 15:06
Silja Björk kemur ekki með.
kv. Kristín.
Kristín (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 15:12
Ég kem með :)
Elín (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 21:59
Ég kem! :D
Thelma Ragnars (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 03:01
Andrea Anna kemur með.
Andrea Anna (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 10:00
Liggur ekki aðalkostnaðurinn í ferðum til og frá Akureyri? Sem er jú óumflýjanlegur. Þær þurfa allsstaðar að borða og hægt að senda þær með nesti með sér. Þær hafa ekki farið í neina ferð í sumar svo mér finnst um að gera að gera smá upplifun og ferð úr þessu hjá þeim ;)
Með bestu kveðjum,
Soffía (mamma Thelmu)
soffía (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 11:42
Ég kem :)
Elísa Eir (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 12:53
Alexandra Líf fer með.
Díana (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 14:03
Eins og staðan er núna lítur út fyrir að við förum á 17 manna bíl sem Haukur (pabbi Katrínar) keyrir. Kostnaður við það mun líklega vera um 6000 krónur á haus (miðað við 15 leikmenn sem er líkleg hausatala). Gisting mun kosta um 1.500 en þá höfum við aðgang að eldhúsi og fáum jafnvel dýnur. Endanlegri skráningu lýkur í kvöld og eftir helgina ætti þetta að vera alveg kristaltært :)
Haukar - 4.flokkur kvenna, 16.8.2013 kl. 14:59
Ég kem ekki með í þetta sinn
Þórdís i (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 16:27
ég kem með :)
Eydís Líf (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 18:36
Eg kem
Nadia (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.