Afreksskóli Hauka - hvet ykkur til að kynna ykkur þetta

Kæru foreldrar og iðkendur

Hauka bjóða upp á metnaðarfullt afreksstarf sem samanstendur af Afreksskóla
Hauka, fyrir 8.-10. bekkinga, og svo Afrekssviði Hauka fyrir
bæði framhaldsskólanema og aðra metnaðarfulla íþróttamenn sem vilja meira.
Allir fæddir 2000 og eldri geta sótt um og fyrri umsóknarfrestur er milli 3.-17. júní. Ef ástæða þykir til þá verður opnað aftur fyrir umsóknir milli 1.-10. ágúst. Þann 15. ágúst fá umsækjendur svör við sinni umsókn.

Kynnið ykkur vel allar upplýsingar sem eru að finna á skráningarsíðunni:
Sæktu um inn á Afrekslínu Hauka - HÉR

F.h. Afrekslínu HaukaKristján Ómar Björnsson
mannsraekt@gmail.com
S: 695-5415



Stelpur sem áttu að spila með 3.fl í dag, leikur frestaður til mán.10.júní kl.18.30

Það er ekki einu sinni hægt að standa upp þar sem leikurinn átti að fara fram. Svo að leikurinn mun fara fram mánudaginn 10.júní, kl.18.30, mun vera í sambandi við ykkur þegar nær dregur.

Kveðja Kristján Arnar


Fjáröflun á föstudag - skráning hér fyrir 5.júní (miðvikudag)

Kæru Haukaforeldrar KSÍ býður á hverju ári völdum íþróttafélögum að sjá um andlitsmálningu stuðningmanna á landsleikjum í Laugardalnum. Þetta árið er komið að Haukunum og þótti tilvalið að bjóða 4. flokki og yngra ári 3. flokks kvenna að taka þetta að sér.

Framkvæmdin

Fyrir hvern leik þarf að fá lágmark 10 stelpur til þessa að mála íslenska fánann (aðallega) eða slíkt á andlit yngri áhorfenda. Foreldrar þurfa að vera með sínum stúlkum svo að allt fari rétt fram ef upp koma vandamál. Mæting er 45 mínútum fyrir leik á Laugardagsvöll, þannig að allt sé klárt eigi síðar en hálftíma áður en leikurinn hefst. KSÍ setur upp borð og stóla í miðjum undirgöngunum, þar sem er risastórt málað andlit á vegg. KSÍ skaffar líka boli á alla málarana, þurfa bara að vita hvað stúlkurnar verða margar.

Foreldrar með stúlkum

Ef foreldrar komast ekki með sínum stúlkum þá geta aðrir foreldrar hlaupið í skarðið. Hvert foreldri getur þó aðeins borið ábyrgð á einni annari stelpu og svo sinni eigin.

Fyrir erfiðið

Við fáum 30.000 krónur fyrir hvern leik sem skiptist niður á þær stelpur sem mæta hverju sinni.

Næsti leikur

Fyrsti og næsti leikur er á föstudaginn 7. júní kl. 19:00 mæting á völlinn í síðasta lagi 18:10

Leikirnir

Leikir A landsliða samkvæmt KSÍ . LEIKDAGUR        KL           MÓT                                                                      HEIMALIÐ GESTIR                                                            Fös. 7. Júní         19:00     A karla – HM 2014           Laugardalsvöllur              Ísland  Slóveníamið. 14. ágú       00:00     A karla – Vináttul.           Laugardalsvöllur              Ísland    Færeyjar               þri. 10. sep         00:00     A karla - HM 2014            Laugardalsvöllur              Ísland    Albanía                  fim. 26. sep        00:00     A kvenna - HM 2015       Laugardalsvöllur              Ísland    Sviss                        fös. 11. okt         00:00     A karla - HM 2014            Laugardalsvöllur              Ísland    Kýpur     Líklega bætist við hjá okkur leikur hjá 21 árs landsliðinu.mán. 14. okt      00:00     U21 karla - EM 15 riðlakeppni    Laugardalsvöllur              Ísland    Frakkland

Ekki miðar á leikina

Stúlkurnar og foreldrar fá ekki miða á leikina sjálfa en í flestum tilfellum er þetta ekkert mál. Á kvennaleikjunum er frjálst sætaval og í sjálfu sér ekkert mál að vera allan tímann og horfa á leikina.  Á karlaleikjunum er selt í hvert sæti. Þá er þetta vandasamara einsog gefur að skilja.   

Skráning

Stúlkurnar þurfa að skrá sig í síðasta lagi á miðvikudaginn 5. júní á bloggsíðu 4. flokksins. Athugið að B lið á leik á föstudaginn en ef þær bruna í Laugardalinn beint eftir leikinn þá ætti þetta að nást :)     Segjum þetta gott í bili. Endilega ef einhverjar eru, komið með spurningar. kveðja Foreldraráð

Laugardagur

Leikur hjá A liði á morgun, laugardag gegn Breiðabliki í Fagralundi kl. 12. Mæting 11:00. Hópurinn verður tilkynntur á æfingu í dag kl. 16:30.

Á morgun leikur íslenska kvennalandsliðið við Skotland á Laugardalsvelli kl. 16:45. Það væri gaman að fjölmenna á leikinn. Endilega takið foreldra ykkar með. Ég ég fengið miða fyrir okkur öll og verð á svæðinu um 16:30 :) Þarf að vita í dag hvaða foreldrar ætla með á leikinn því ég þarf að panta miða f. þá (skráið hér á blogginu eða sendið mér SMS í 8477770).  

Næsti leikur í Íslandsmóti er svo hjá B liði gegn RKV á Ásvöllum þann 7.júní.

Kveðja,

H og J


Leikurinn hjá 3.flokki á Grundarfirði verður á þriðjudaginn!!!

Leikur 3.fl. á Grundarfirði frestast fram á þriðjudag.  

Þær sem eiga að mæta í þennan leik eru: Katrín, Sunna, Áslaug, Nadía, Andrea, Dagrún Birta og Eydís.

Farið verður frá Ásvöllum kl. 14:45 í rútu. Leikurinn byrjar kl. 18:30 á Grundarfirði. Kostnaður er 3.000 krónur á mann.

Láta vita sem fyrst ef þið getið ekki verið með.

Kveðja,

Helga (f.h. Kristjáns Arnar)


Næsta æfing er á mánud kl. 17 :)

Sjáumst kátar.

ÍBV dregur lið úr keppni

Sælar stelpur.

Því miður hefur ÍBV ákveðið að draga liðið sitt úr keppni B liða. Við erum því ekki á leið til Vestmannaeyja á þriðjudaginn :(

Munið að skrá ykkur hér neðar í sameiginlegan mat á föstudaginn :)

Kveðja,

H og J


Föstudagur. Æfing, matur og horfa á mfl.kv.

Á föstudaginn verður æfing kl. 16:30-17:30. Kl. 18:30 hittumst við aftur á Ásvöllum og borðum saman mat frá Serrano (kostar 1.000 kr. á mann, koma með pening á æfingu). Kl. 19:15 er mfl. kvenna að spila gegn Fram og munum við horfa saman á þann leik (og læra af honum). Hvað segið þið um það? Hverjar ætla að mæta (skrá sig hér neðar ekki síðar en á fimmtudagskvöld?).

Þurfum kannski að dobbla einhverja foreldra til að sækja matinn, býður sig einhver fram? 

Kveðja,

tvíeykið.  


Vestmannaeyjaferð

Kæru foreldrar/forráðamenn.  

Á þriðjudaginn er B liðið að fara að spila í Vestmannaeyjum. Mér sýnist að við þurfum að taka Herjólf úr Landeyjahöfn kl. 13:00 og til baka kl. 20:30. Ég er að athuga hvað kostar að fara með rútu en væri gott að heyra hvort einhverjir foreldrar gætu kannski komið með okkur. Ef ég fer á bíl og þrír aðrir foreldrar þá þurfum við ekki rútu :) Eru einhverjir sem sjá sér þetta fært og ef svo er viljið þið þá heyra í mér við allra fyrsta tækifæri. Takk :)

Kveðja,

Helga.  


Leikur á morgun hjá A liði gegn FH á Ásvöllum

Leikið verður við FH á morgun, miðvikudag, kl. 17:00 á Ásvöllum. Mæting kl. 16:00. Þær sem eiga að mæta eru: Katrín, Wiktoría, Eydís, Dagrún, Áslaug, Andrea, Sunna, Alexandra J., Kapinga, Þórdís Elva, Nadía, Alexandra Líf, Elín, Thelma, Steinunn og Birgitta.

Aðrir leikmenn eru í fríi en mega endilega koma og kíkja á leikinn!

Vek athygli á því að við eigum svo strax aftur leik á laugardaginn hjá A liði og svo verður B liðið í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn eftir viku (nánar á allra næstu dögum).

Kveðja,

þjálfarar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband