Æfingar og leikir í janúar og febrúar

Í vidhengjum er annars vegar yfirlit yfir dagskrá janúar og febrúar mánada (thar sjáid thid hvenær og hvar æfingar, leikir og fundir fara fram) og hins vegar hugmyndir að æfingum sem thid getid gert sjálfar til ad bæta tæknina. Thad er jú aukaæfingin sem skapar meistarann svo endilega gerið eitthvað umfram skipulögðu æfingarnar :)

Á þessu plani sjáið þið að næsta æfing er á sunnudaginn kl.18:00 í Risanum. Mætingin hefur ekki verið alveg nógu góð undanfarið en nú skulum við bæta úr því. Ef við æfum vel núna í vetur munum við uppskera vel í sumar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Æfingin á morgun - athugið tíma - verður 17:30

Stelpur mínar.

Æfingar á föstudögum verða hér eftir kl. 17:30. Ég vissi ekki af þessari breytingu fyrr en nú. Vinsamlega látið það berast fyrir æfinguna á morgun. Sunnudagsæfingarnar verða svo ýmist kl. 10 eða 18 í Risanum (ég mun láta ykkur vita nokkrar æfingar fram í tímann hvor tíminn verður). Ég læt ykkur fá lista yfir æfingar og leiki janúar og febrúar mánaða á allra næstu dögum en ljóst að það verður nóg að gera á næstunni.

Leikir með 3.flokki á föstudag og laugardag. Eftirfarandi leikmenn eru beðnir um að spila með 3. flokki á föstudag kl. 21 (50 mínútna leikur, mæting 20:00) og á laugardag kl. 15 (mæting 14) á Ásvöllum: Katrín, Alexandra J., Þórdís, Dagrún, Kapinga, Nadía, Andrea, Áslaug, Sunna. Látið mig vita sem fyrst hvort þið komist eða ekki. Þið þurfið EKKI að mæta á æfingu hjá 4.flokki í dag.

Næstu leikir eru svo: 25.1. hjá B liðinu á móti FH á Ásvöllum kl. 17:30, Íslandsmót innanhúss í Garðinum 26.1. (er í vinnslu á KSÍ síðunni) og líklega frestaður leikur gegn ÍBV á sunnudeginum 27.1. hjá A liðinu (tímasetning liggur ekki fyrir).

Stelpur svo vil ég sjá 100% mætingu á næstu dögum !!!!


Lesið VEL. Liðin, leikirnir o.fl. Ekki gleyma leiknum á morgun hjá B liði

Jæja þá eru línur teknar að skýrast með mótið sem haldið verður í Grindavík, inni í knattspyrnuhúsi. Valur hefur víst hætt við að taka þátt svo eftir standa bara Stjarnan, Grindavík og við Haukarnir. Þess vegna verður leikin tvöföld umferð. Mætið klæddar (ekki búningsaðstaða), með e-a orku á milli leikja og mótsgjaldið (1.500). Gerið ráð fyrir að það geti orðið kalt þarna inni (þekki það ekki, hef ekki komið þarna inn). Fylgist svo áfram með hér á blogginu ef einhverjar breytingar skyldu verða.

A lið (mæting 11:40): Alexandra J., Áslaug, Nadía, Kapinga, Katrín, Dagrún, Sunna, Þórdís Elva, Andrea, Eydís, Lena, Elín

Kl. 12:20 Grindavík - Haukar
Kl. 12:42 Stjarnan - Haukar
Kl. 13:04 Grindavík - Stjarnan
Kl. 13:26 Haukar - Grindavík
Kl. 13:48 Haukar - Stjarnan
Kl. 14:00 Stjarnan - Grindavík

B lið (mæting 13:40): Elísa, Rakel Ósk, Silja, Þórdís I, Vera, Birgitta, Steinunn, Helga Rún, Alma, Alexandra Líf, Wiktoría, Thelma R.  

Kl. 14:22 Grindavík B - Haukar B
Kl. 14:44 Stjarnan B - Haukar B
Kl. 15:06 Grindavík B - Stjarnan B
Kl. 15:28 Haukar B - Grindavík B
Kl. 15:40 Haukar B - Stjarnan B
Kl. 16:00 Stjarnan B - Grindavík B

Þær sem ekki eru nefndar hafa annað hvort afboðað eða ekki skráð sig. Ef eitthvað breytist þá verðið þið að hafa samband við Jóa (hann verður með ykkur) í síma: 8936467

Það er spilað í 1 x 20 mínútur, mjög stutt hlé á milli leikja svo það verða allir að vera tilbúnir þegar leikur á að hefjast. Ég ætlast til þess að það verði mikil keyrsla á ykkur allan tímann, fáið frekar skiptingu heldur en að vera að spara ykkur eitthvað inni á vellinum. Áhersla á að spila þríhyrninga, skjóta á mark (leggja bolta út í teig) og loka/koma boltanum af hættusvæðinu við okkar mark. Tölum saman inn á vellinum, verum hvetjandi og skemmtum okkur. Til þess er leikurinn gerður. 

Þið sem eruð boðaðar með b liðinu á morgun verðið að muna að mæta í þann leik.

Gangi ykkur ótrúlega vel :)   


Æfingin á föstudag verður kl. 18:30 af óviðráðanlegum orsökum.

Ef einhver kemst ekki þá er heimavinna að skokka í 30-40 mínútur, gera 3 x 12 armbeygjur, 3 x 30 maga og bak (til skiptis) og 3 x tólf framstig og afturstig :)

Muna að skrá sig á mótið hér fyrir neðan (A lið verður um 12-14/ B lið um 14-16). B lið leikur einnig á laugardaginn.

Nóg að gera hjá okkur um helgina. B lið leikur við Stjörnuna á Stjörnuvelli kl. 10 á laugardaginn. Mæting 9:15. Þær sem eiga að mæta í þann leik eru: Alexandra Líf, Alma, Arndís, Árdís, Birgitta Brá, Birgitta Þóra, Elísa Eir, Helga Rún, Rakel Ósk, Sigrún Birna (ef þú verður búin að jafna þig af meiðslum), Silja Björk, Steinunn Bára, Thelma Ragnars, Vera, Wiktoría og Þórdís Ingvars. Verðið að láta vita sem allra fyrst ef þið ekki komist (þurfið þá að hafa góða afsökun ;)) svo við getum þá boðað aðrar í staðinn.  

Það er síðasti séns að skrá sig á mótið í kvöld, miðvikudag. Við þurfum að láta vita hve margar við verðum í síðasta lagi í kvöld. Við vitum að við munum leika við Val, Grindavík og Stjörnuna svo þetta ætti að verða hörkumót. Einnig vitum við að A lið leikur um kl. 12-14 á sunnudag og B lið frá ca. 14-16. Nánari upplýsingar annað kvöld.

 Fylgist vel með blogginu næstu daga :)

Helga og Jói


Æfing á mánudaginn og skráning á Grindavíkurmótið - kostar 1.500 kr.

Gleðilegt ár allar saman. Eftir langt og gott frí er aldeilis kominn tími til að dusta rykið af skónum. Það verður æfing á mánudaginn, 7. janúar kl. 17 eins og venjulega en ekki verra fyrir ykkur að hreyfa ykkur eitthvað um helgina, fara t.d. út í fótbolta, skokka eða leika ykkur með bolta. Svo verður æfing á miðvikudag kl. 18 og eru það æfingatímar sem munu verða áfram fram á vorið. Föstudagsæfingin kl. 16:30 verður á sínum stað en við höfum því miður misst tímann okkar á laugardögum. Í staðinn verða æfingar á sunnudögum kl. 10 í Risanum. Við vitum að það er ekki draumatíminn ykkar en í Risanum erum við óhult f. veðri og vindum og höfum allan völlin svo við verðum að reyna að mæta vel þrátt fyrir það. N.k. sunnudag, 13. janúar, verður hins vegar ekki æfing í Risa því stefnan er sett á mót í Grindavík. Við höfum ekki fengið nánari upplýsingar um tímasetningar og annað en það hlýtur að koma á allra næstu dögum. Við biðjum ykkur um að skrá ykkur á mótið hér á blogginu (kemst/kemst ekki) sem fyrst.

Hlökkum til að sjá ykkur sprækar á mánudaginn :)

Helga og Jói.


Íþrótta og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæ á Strandgötu kl.18.00 föstudaginn 28.des

Á hverju ári veitir Hafnarfjarðarbær viðurkenningar fyrir íslandsmeistaratitla á árinu sem er að líða. Í ár urðum við í 5.flokki kvenna Haukar Íslandsmeistarar innanhúss, og það á að veita þeim sem voru í liðinu viðurkenningu og það eru: Thelma Ragnars, Elín Dalrós, Katrín Hanna, Þórdís, , AlexandraJ og Svava(endilega fáið hana með ykkur)þið eigið að mæta á Strandgötuna kl.18.00. á morgun.föstudaginn 28.des. Ég mun alla vega vera þar og tek á móti ykkur, Þið verðið að mæta vel merktar í Haukagöllunum


Jólafrí og mót í Grindavík 13. janúar

Við erum komnar í jólafrí til 7. janúar (það er æfing þann dag, sem er mánudagur, kl. 17:00 eins og vanalega). Svo ætlum við að taka þátt í móti í Grindavík þann 13. janúar svo endilega takið þann dag frá :)
Annars óskum við ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og hlökkum til samstarfsins á nýju ári. Hvetjum ykkur til að láta áramótaheitið að þessu sinni tengjast fótboltanum ;)
Jólakveðja,
Helga og Jói.

Pizza og bíó á morgun (þriðjudag)

Við ætlum að hittast á morgun kl. 17:30 á Ásvöllum og panta pizzu og horfa á jólamynd :) Koma með 500 kall og drykk og þær sem eiga skemmtilegar jólamyndir mega koma með þær með sér. Þið megið líka stinga upp á e-m skemmtilegum myndum og ég skal reyna að leigja þær :)

Sjáumst,
Helga og Jói.


Leikið við HK og Breiðablik á fullveldisdaginn.ATH BREYTTUR TÍMI.

A lið leikur við HK á Ásvöllum kl. 14:15 á laugardaginn. Mæting kl. 13:25. Þær sem eiga að mæta eru: Katrín Hanna, Dagrún, Helga Rún, Áslaug, Lena, Kapinga, Eydís, Elín, Andrea, Nadía, Þórdís Elva, Wiktoría, Alma og Alexandra Líf (Þrjár síðastnefndu mæta einnig með B liði og geta fengið far með mér - þurfið að taka nesti til að borða milli leikjanna).

B lið leikur við Breiðablik í Fífunni kl. 16:40 á laugardaginn. Mæting kl. 15:50. Þær sem eiga að mæta eru: Arndís, Alexandra Líf, Vera, Alma, Wiktoría, Silja, Elísa, Rakel Ósk, Birgitta, Steinunn, Þórdís I, Árdís, Sigrún Birna, Birgitta Brá, Thelma og Sæunn.

Sunna, Thelma og Alexandra J voru búnar að boða forföll, aðrar ekki svo ég treysti því að þið mætið allar.

Sjáumst á föstudag kl. 16:30

Helga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband