Færsluflokkur: Bloggar

Framundan

Sæl verið þið. A lið á leik á morgun, þriðjudag, á Ásvöllum kl. 17:00 gegn Fjölni. Allir leikmenn mæta á Ásvelli 16:15 (þær sem ekki byrja inn á taka létta æfingu). Í næstu viku á svo B lið tvo leiki (mánudag og fimmtudag) og A lið á leik á Ísafirði á þriðjudag. Dagskrá júlímánaðar verður send út í vikunni og þ.m.t. nánari upplýsingar um ferð á Ísafjörð. Gott væri að fá að vita (kommenta hér neðar eða senda mér skiló) um forföll í þessa leiki. Ég veit að Alda Björk og Alexandra Líf eru í fríi. Eru fleiri leikmenn fjarri góðu gamni í næstu tvær vikur?

Leikir í vikunni

A lid leikur gegn Thrótti kl.17 á mrgn. Mæting á Ásvelli 16:15. Sami hópur og gegn HK en Birgitta, Steinunn, Silja og Sæunn koma inn í stad theirra sem forfallast. B lid tekur létta æfingu og horfum svo á leikinn. B lid leikur svo gegn Gróttu/KR á fimmtudag. Mæting 16:15 á KR völl. Allir sem ekki byrja leikinn á mrgn mæta í thann leik ásamt Unni, Anítu, Ally, Gurry og Ágústu úr 5.fl.

Greiðsla v. Danmerkurferðar

Kæru foreldrar

Nú þarf að bregðast skjótt við og greiða fargjald stelpnanna til Vildbjerg í Danmörku.

Verð á ferðinni per stelpu er 137.700 flestar hafa þegar greitt staðfestingargjald og því á eftir að greiða 112.700 til Úrval útsýn, hvert og eitt foreldri verður að setja sig í  samband við Luka eða Sesselju hjá Úrval og Útsýn. Við mælum með að fólk greiði með kreditkorti til að hafa viðeigandi tryggingar.

Einnig á sama tíma  þarf að greiða kr. 13.050  inn á reikning  0162-26-103928 kt. 080576-3829 ( kostnaður vegna þjálfara og 1. fararstjóra)

Síðar verður rukkað fyrir á skemmtigarðinn sem farið verður í og  annað sem verður ákveðið að gera í ferðinni.

Búið er að senda tölvupóst á foreldra með þeirri upphæð sem þeirra stelpa hefur safnað til þessa.

Kveðja,

foreldrastjórn.  


Leikur hjá B liði á fimmtudag

B lið leikur gegn Þrótti kl. 20:00 á Ásvöllum á morgun, fimmtudag (mæting 19:15). Allar þær sem ekki spiluðu eða byrjuðu ekki inn á gegn HK á mánudaginn eiga að mæta í þennan leik. Vinsamlega staðfestið komu ykkar með því að kommenta hér.

Leikur hjá a lidi

Kl 17 í Fagralundi 16.6., mæting 16:15. Æfing hjá b lidi kl.17.

B lid leikur gegn FH á thridjudag

Mæting 16:30. Leikur hefst 17:00. Allar sem ekki byrjudu inn á í sídasta A lids leik eiga ad mæta :)

Leikur gegn Aftureldingu á mrgn

Allir leikmenn mæta á Ásvelli kl.16:15. Sumir spila leikinn en adrar fara á æfingu. Leikur hefst 17:00.

Afrekslína 2014-2015

Afrekslína Hauka 2014-15
Búið er að opna fyrir umsóknir á Afrekslínu Hauka fyrir næstkomandi vetur. Allar nánari upplýsingar eru inni á umsóknareyðublaðinu. 

Afreksskóli Hauka fyrir 1999-2001 módel.
Afrekssvið Flensborgar fyrir 1998 módel og eldri. 

Umsóknarfrestur er til 1. júlí.

Umsóknareyðublað:

Dagskrá júnímánaðar

Dagskrá fyrir júní má finna hér í viðhengi. Endilega kynnið ykkur vel og munið að boða forföll í leikjum tímanlega (og einungis ef góð ástæða er til)

Í dag, þriðjudag, verður einungis útihlaup (u.þ.b. 40 mín.skokk). Á morgun er æfing kl. 17 og á fimmtudag á A lið leik gegn Aftureldingu. 

Kveðja,

Andrés og Helga.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjáröflun

Fjáröflun

Við ætlum að selja wc pappír og eldhúsrúllur. Pöntun þarf að berast á netfangið mildrid11@ru.is fyrir kl. 15 miðvikudaginn 4. júní.

Pöntunarblaðið  er í viðhengi


Kv.Ósk og Milla 695 0730


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband